Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. ágúst 2018 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Weah og Neymar á skotskónum
Timothy Weah, fæddur árið 2000. Hann kom inn á fyrir Neymar og skoraði.
Timothy Weah, fæddur árið 2000. Hann kom inn á fyrir Neymar og skoraði.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson lék í gærkvöldi sinn fyrsta leik í frönsku úrvalsdeildinni en í kvöld lék stórliðið Paris Saint-Germain sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu. Hinn efnilegi Timothy Weah stal sviðsljósinu.

PSG sigraði Mónakó örugglega í leiknum um Ofurbikarinn en í kvöld var mótherjinn Caen og fór leikurinn fram í París.

Nokkrir ungir leikmenn fengu sénsinn hjá PSG í kvöld en Thomas Tuchel virðist ætla að treysta á þessa leikmenn. Weah, sem er sonur George Weah, byrjaði þó á bekknum.

PSG komst yfir eftir 10 mínútur og var það Neymar sem skoraði. Adrien Rabiot bætti við marki fyrir hálfleik.

Kylian Mbappe var ekki með PSG í kvöld, en liðið saknaði hans ekki mikið í þessum leik. Weah kom inn á þegar 82 mínútur voru liðnar en á 89. mínútu var hann búinn að skora. Weah, sem er 18 ára, kom inn á fyrir Neymar.

Flottur sigur hjá PSG til að hefja tímabilið.



Athugasemdir
banner
banner