Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Tindastóll þarf kraftaverk
Tindastóll þarf að vinna stórt í dag til að eiga möguleika
Tindastóll þarf að vinna stórt í dag til að eiga möguleika
Mynd: Hrefna Morthens
Lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna klárast í dag með þremur leikjum en Tindastól mætir Stjörnunni á Sauðárkróksvelli í gríðarlega mikilvægum leik.

Ekki er öll von úti hjá Stólunum. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með 14 stig, þremur stigum á eftir Keflavík sem er með sex í plús í markatölu á Stólanna.

Tindastóll þarf því að vinna stórt og treysta á að Keflavík tapi fyrir Þór/KA, helst með nokkurra marka mun. Breiðablik og Þróttur R. eigast einnig við á sama tíma.

Kári og Haukar mætast þá í 2. deild karla. Kári er þegar fallið niður í 3. deild en Haukar eru með öruggt sæti.

Leikir dagsins:

Pepsi-Max deild kvenna
14:00 Tindastóll-Stjarnan (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
14:00 Þór/KA-Keflavík (SaltPay-völlurinn)

2. deild karla
14:00 Kári-Haukar (Akraneshöllin)
Athugasemdir
banner
banner