Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 12. september 2021 06:00
Victor Pálsson
Sér eftir því að hafa ekki nælt í Haaland - Vildi ekki fara á lán
Mynd: Getty Images
Juventus sér mikið eftir því að hafa ekki nælt í Erling Haaland frá Molde á sínum tíma segir yfirmaður knattspyrnumála félagsins, Federico Cherubini.

Haaland var þá orðaður við ýmis stórlið í Evrópu en samdi við Salzburg og fékk þar að leika með aðalliðinu.

Seinna samdi Haaland við Dortmund í Þýskalandi og er nú einn heitasti biti heims aðeins 21 árs gamall.

Juventus var ekki tilbúið að hleypa Haaland beint í aðalliðið og hafði hann ekki mikinn áhuga á að fara annað á láni.

„Við sjáum eftir því, það væri heimskulegt að segjqa eitthvað annað," sagði Cherubini við Tuttosport.

„Ungir leikmenn geta verið smeykir við það að fara á lán, við vorum að byrja U23 verkefnið okkar og kannski var tilboðið frá okkur ekki of spennandi."

„Kannski var hugmyndin um að fara á lán ekki sú besta fyrir hann. Þetta væri kannski öðruvísi í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner