Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. september 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sarri gaf starfsmanni Verona puttann
Mynd: EPA

Lazio vann Verona með tveimur mörkum gegn engu í ítölsku Serie A í gær.


Maurizio Sarri fyrrum stjóri Chelsea stýrir Lazio en það var markahrókurinn Ciro Immobile sem kom liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Sarri varð eitthvað pirraður út í mann í þjálfarateymi Verona stuttu eftir markið sem endaði með því að hann gaf honum puttann. Sarri útskýrði atvikið á fréttamannafundi eftir leikinn.

„Mér fannst hann vera segja mér eitthvað að setjast niður. Við leystum málin eftir á og hlógum að þessu," sagði Sarri.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner