Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. nóvember 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Hertar aðgerðir í Hollandi - Engir áhorfendur gegn Norðmönnum
Virgil van Dijk og félagar spila fyrir framan tóma stúku á þriðjudag
Virgil van Dijk og félagar spila fyrir framan tóma stúku á þriðjudag
Mynd: EPA
Hollensk yfirvöld hafa boðað til hertari aðgerða þegar það kemur að sóttvörnum í landinum en þetta þýðir að það verða engir áhorfendur á landsleik Hollands og Noregs í undankeppni HM á þriðjudag.

Mikil fjölgun hefur verið á smitum í Hollandi síðustu daga og er það því samhljóma ákvörðun yfirvalda að herða sóttvarnarreglur í landinu.

Næstu þrjár vikurnar verða engir áhorfendur á leikjum í Hollandi, þar á meðal landsleikjum. Eins og hálfs meters reglan tekur þá aftur gildi.

Þetta þýðir að það verða engir áhorfendur á landsleik Hollands og Noregs á þriðjudag en liðin eru að berjast um efsta sæti G-riðils.

Þetta gæti orðið hreinn úrslitaleikur um efsta sætið en nú þegar tveir leikir eru eftir er Holland með 19 stig í efsta sæti á meðan Noregur er með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner