Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. ágúst 2018 21:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Meistaradeildin ekki eina ástæða þess að Batshuayi valdi Valencia
Batshuayi var á láni hjá Dortmund á síðasta tímabili en er nú mættur til Spánar.
Batshuayi var á láni hjá Dortmund á síðasta tímabili en er nú mættur til Spánar.
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi segir að það hafi ekki bara verið sú staðreynd að Valencia sé í meistaradeildinni sem fékk hann til þess að ganga til liðs við félagið frekar en að fara til Sevilla.

Batshuayi segir að Mestalla leikvangurinn hafi verið rétt ákvörðun fyrir hann persónulega.

Það er mikil samkeppni hjá Valencia og þeir berjast gegn toppfélögum auk þess að spila í meistaradeildinni. Ég hef verið hjá stórum klúbbum en ég vil vinna til titla með Valencia,” sagði Batshuayi.

Það er allt hægt. Fyrst vil ég koma vel fyrir og svo vil ég vaxa með liðinu. ”

Forseti Sevilla, Jose Castro var pirraður á að leikmaðurinn hafi valið Valencia og lét hafa eftir sér að Batshuayi hafi eingöngu farið til Valencia vegna meistaradeildarinnar. Michy var þó ekki á sama máli og segir þjálfara Valencia spila stórt hlutverk í ákvarðanatökunni.

Ég tel að leikstíll Marcelino henti mér, saman getum við gert eitthvað stórt. Það voru félög sem vildu fá mig en ég talaði við Marcelino og hann sannfærði mig um að koma.”

Valencia eiga ekki möguleika á því að kaupa leikmanninn þegar lánssamningurinn er á enda. Batshuayi kom til Chelsea frá Marseille fyrir 33 milljónir punda árið 2016 og er samningsbundinn félaginu til 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner