Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. október 2020 11:24
Elvar Geir Magnússon
Hamren við Tólfuna: Þurfum á ykkur að halda á morgun
Icelandair
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, segir að strákarnir okkar þurfi að hafa Tólfuna í sama gír á morgun og hún var í gegn Rúmenum og Danmörku.

Tólfan fær 60 miða á leikinn á morgun en að öðru leyti verður Laugardalsvöllur áfram áhorfendalaus.

Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld.

„Ég vil hrósa Tólfunni fyrir frábært starf gegn Rúmeniu og Danmörku. Við þurfum líka á ykkur að halda gegn Belgum, þar sem við mætum liði sem er númer eitt í heiminum. Vonandi getið þið hjálpað okkur á morgun líka," segir Hamren.

Íslandi hefur vegnað illa í Þjóðadeildinni og möglegt er að annað kvöld muni liðið falla úr A-deildinni.

„Þetta hefur verið erfitt því að við höfum verið í A-deild í Þjóðadeildinni og mætt bestu liðum í heimi, að minnsta kosti í Evrópu. Í síðustu Þjóðadeild vorum við með liði númer eitt og sex í heiminum. Í dag erum við með lið númer eitt og fjögur. Þetta er mjög erfitt. Svíar unnu B-deildina síðast og hafa ekki ennþá unnið leik í A-deildinni. Það er erfitt að ná úrslitum," segir Hamren.
Athugasemdir
banner
banner
banner