Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. janúar 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sam Ricketts: Fáum tækifæri til að spila við Liverpool
Mynd: Getty Images
Sam Ricketts, fyrrum leikmaður Swansea, Hull og Bolton, er við stjórnvölinn hjá Shrewsbury og var ánægður með sigur sinna manna í enska bikarnum í kvöld.

Shrewsbury sló Bristol City óvænt úr leik og fær topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, í heimsókn í 32-liða úrslitum.

„Ég er ánægður fyrir hönd leikmanna, félagsins og stuðningsmanna. Ég spurði leikmennina hver ætlaði að stíga upp og skora af 20 metra færi. Aaron Pierre var sá sem steig upp," sagði Ricketts með bros á vör.

„Fótbolti snýst um skemmtun og FA bikarinn er sérstakur - núna fáum við tækifæri til að spila við Liverpool."

Ricketts tók við Shrewsbury fyrir rúmu ári síðan og er liðið í 16. sæti C-deildar, með 33 stig eftir 24 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner