Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. febrúar 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Di Maria: Ég talaði aldrei illa um fólkið hjá Man Utd
Di Maria þykist taka sopa eftir að bjórflösku var kastað í átt að honum í leiknum á þriðjudaginn.
Di Maria þykist taka sopa eftir að bjórflösku var kastað í átt að honum í leiknum á þriðjudaginn.
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria, leikmaður PSG, segist aldrei hafa átt í slæmu sambandi við stuðningsmenn Manchester United þegar hann spilaði með liðinu.

Di Maria átti misheppnaða dvöl hjá United og fékk baul og blístur úr stúkunni þegar hann mætti á Old Trafford með PSG í fyrrakvöld. Hann ákvað að svara til baka eftir að PSG skoraði fyrra mark sitt í leiknum.

Á upptökum úr útsendingu frá leiknum sést Di Maria hrópa að stúkunni 'Fokk off' og spænska blótsyrðinu 'Puta'. Skömmu síðar var bjórflösku kastað úr stúkunni í átt að Di Maria sem brást við með því að taka flöskuna upp og þykjast taka sopa.

„Móttökurnar voru erfiðar frá fyrstu mínútu en ég vissi að þetta myndi gerast. Ég hef sagt það áður og vil endurtaka það að ég talaði aldrei illa um fólkið hér eða þetta félag," sagði Di Maria.

„Það eru hlutir sem áttu sér stað og fólk tók því illa. Ég átti bara í vandræðum með þjálfarann hér."

Sjá einnig:
Hiti milli Di Maria og áhorfenda - Kallaði 'Fokk off' til stúkunnar
Athugasemdir
banner
banner
banner