Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. júlí 2018 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jorginho til Chelsea (Staðfest)
Jorginho er mættur með Sarri til Chelsea.
Jorginho er mættur með Sarri til Chelsea.
Mynd: Chelsea
Ítalski miðjumaðurinn Jorginho hefur fylgt í fótspor knattspyrnustjórans og er kominn til Chelsea frá Napoli.

Sarri var ráðinn stjóri Chelsea í morgun og Jorginho er fyrsti leikmaðurinn sem hann fær til félagsins. Sarri þekkir Jorginho vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Napoli á Ítalíu síðustu þrjú árin.

Talið er að Chelsea borgi 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn sem á átta landsleiki fyrir Ítalíu. Hann skrifar undir fimm ára samning og fær treyju númer fimm.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var búinn að vera á eftir Jorginho í sumar en hann valdi að fara með Sarri til Chelsea.

„Ég er í skýjunum með að vera kominn til Chelsea. Það er ekki auðvelt að komast í svona stórt félag svo ég er mjög, mjög ánægður," sagði hinn 26 ára gamli Jorginho.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Chelsea fær í sumar.



Athugasemdir
banner
banner