Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. júlí 2021 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ólafur Guðmundsson úr Breiðabliki í FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
FH hefur staðfest komu miðvarðarins Ólafs Guðmundssonar úr herbúðum Breiðabliks.

Hinn 19 ára gamli Ólafur er búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við Hafnfirðinga en samningur hans við Breiðablik var að renna út eftir tímabilið.

Ólafur hefur ekki fengið skráðan keppnisleik með Breiðablik hjá KSÍ en hefur verið að gera góða hluti að láni hjá Grindavík í sumar.

Ólafur á 8 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur áður spilað fyrir Keflavík og Augnablik á láni.

FH er óvænt í fallbaráttu eftir hálft tímabil í Pepsi Max-deildinni, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner