Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. ágúst 2018 19:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Criscito var á brúnni í Genoa rétt áður en hún hrundi
Criscito í leik með Zenit en hann spilar nú með Genoa.
Criscito í leik með Zenit en hann spilar nú með Genoa.
Mynd: Getty Images
Óttast er að tugir séu látnir eftir hræðilegt slys í Genoa á Ítalíu þar sem hluti brúar á hraðbraut borgarinnar hrundi.

Ítalski varnarmaðurinn Domenico Criscito segir að hann hafi verið á Ponte Morandi brúnni í Genoa einungis 10 mínútum áður en hún hrundi.

Criscito sneri aftur til Genoa frá Zenit í maí segir að hann hafi verið að ferðast yfir brúna rétt áður en hún hrundi og kallar eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Genoa aflýsti æfingu liðsins eftir slysið.

Ég skrifa þessi skilaboð fyrir alla þá sem sendu mér skilaboð um mig og fjölskyldu mína, við erum öll heil heilsu jafnvel þó að við höfum farið yfir brúna nákvæmlega 10 mínútum áður en hún hrundi,” sagði Criscito.

Við þurfum að gera eitthvað fyrir landið. Fólk er að yfirgefa landið út af hlutum eins og þessum. Við þurfum öryggi, það þarf einhver að gera eitthvað, þetta er viðbjóðslegt!”

Staðgengill forsætisráðherrans, Matteo Salvini hefur staðfest að um það bil 30 manns séu látnir eftir að hluti brúarinnar hrundi í mikilli rigningu fyrr í dag. Talið er að fjöldi látinna muni fjölga.
Athugasemdir
banner
banner
banner