Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. ágúst 2018 18:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Fabinho tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu
Fabinho er spenntur fyrir framhaldinu í vetur.
Fabinho er spenntur fyrir framhaldinu í vetur.
Mynd: Getty Images
Fabinho segir að hann hafi vitað að það yrði barátta um sæti í byrjunarliði Liverpool þegar hann gekk til liðs við félagið í sumar og trúir því að það sé gott fyrir liðið.

Brasilíumaðurinn kom frá Mónako og bíður nú eftir því að spila sinn fyrsta alvöru keppnisleik fyrir sitt nýja félag en hann sat allan tímann á bekknum gegn West Ham síðastliðinn sunnudag.

Hann byrjaði hinsvegar alla leikina á undirbúningstímabilinu og er sáttur við gang mála.

Þegar ég kom til Liverpool vissi ég að það yrði samkeppni á miðjunni og ég held að það sé gott fyrir liðið. Ef eitthvað kemur fyrir leikmann þá getur einhver annað tekið við. Á undirbúningstímabilinu spilaði ég með fullt af mismunandi leikmönnum og við náðum vel saman,” sagði Fabinho.

Ég held að frammistöður mínar hafa verið góðar. Þetta er öðruvísi leikstíll en Mónakó, við vorum tveir á miðsvæðinu þar en hér erum við þrír. Þeir sem hafa spilað með mér á miðjunni hafa gefið mér leiðsögn og vörnin hefur gert slíkt hið sama. Ég vissi að hlutverk mitt myndi breytast og mér líður eins og ég hafi aðlagast vel.”

Þú leitast eftir leiðsögn og hjálp frá öðrum leikmönnum í kringum þig og það hefur virkað mjög vel hingað til. Leikmennirnir og þjálfararnir hafa verið frábærir. Ég hef verið komist vel inn í hlutina hjá félaginu, æfingarnar og leikirnir hafa verið góðir.”
Athugasemdir
banner
banner