Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. nóvember 2020 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mihajlovic: Sláandi að Totti vann aldrei Ballon d'Or
Mynd: Getty Images
Sinisa Mihajlovic, stjóri Bologna, hrósar fyrrum fyrirliða Roma, Francesco Totti, í hástert í ævisögu sinni.

„Það er sláandi að hann vann aldrei Ballon d'Or," stendur í bók Miha sem ber heitið Leikur lífsins.

„Roberto Baggio, Allessandro Del Pierco, Roberto Mancini, Gianfanco Zola... Totti var betri alhliða leikmaður en þeir allir."

„Hann skoraði 250 mörk og gaf yfir þúsund stoðsendingar. Horfandi til þeirra sem unnu til verðlaunanna þá er sláandi að hann vann þau ekki."

„Þegar hann var í brasi undir stjórn Carlos Bianchi þá vildi ég fá hann til Sampdoria. Þegar hann var að hætta vildi ég fá hann sem minn aðstoðarmann hjá Torino. En hann vildi ekki fara frá Roma. Ég hef aldrei séð stoðsendinga-mann með jafn góða fyrstu snertingu og hann var með."

Athugasemdir
banner
banner