Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. nóvember 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Southgate vill betri upplýsingar um ástand leikmanna fyrir HM
Mynd: EPA
HM í Katar er á óvenjulegum tíma en það fer fram í desember á næsta ári. Venjulega er HM á sumrin þegar allar stærstu deildirnar er lokið.

Nú er verður HM hinsvegar á miðju tímabili þar sem það er mjög heitt á sumrin í Katar. Enska úrvalsdeildin fer í frí viku fyrir HM.

„Það er óljóst hvað gerist þegar það er svona stutt á milli síðasta leiks í deildinni og HM. Þegar það koma meiðsli í aðdraganda stórmóta á sumrin þá getur maður leyst það á nokkrum vikum."

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hefur áhyggjur af því og vill fá betri upplýsingar um leikmennina frá félögunum.

„Það verður ekki hægt núna svo allir þurfa að velja hópinn með litlum fyrirvara. Ég vona að félögin geti gefið okkur góða mynd af ástandi leikmanna því við áttum okkur oft ekki á því fyrr en þeir mæta á svæðið. Það er stuttur fyrirvari svo við þurfum að fá betra aðgengi."

England leikur gegn San Marínó á morgun og þarf aðeins stig til að tryggja sætið sitt á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner