Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
10 dagar til jóla - Heimsliðið: Miðvörður....
Damir velur Ramos.
Damir velur Ramos.
Mynd: Fótbolti.net
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Damir Muminovic miðvörður Breiðabliks valdi fyrri miðvörðinn í heimsliðið. Hann valdi spænska landsliðsmanninn Sergio Ramos sem hefur staðið vaktina í áraraðir í vörn Real Madrid.

„Það kemur eiginlega einn til greina hjá mér, Sergio Ramos. Geggjaður miðvörður. Hefur verið besti miðvörður í heimi í langan tima" sagði Damir.

„Það er gaman að horfa á Ramos spila líka, það má segja það að hann sé umdeildur en titlaóður er hann. Maðurinn gerir gjörsamlega allt til að vinna fótboltaleik. Auðvelt val."

Miðvörður - Sergio Ramos
32 ára - Á 161 landsleik fyrir Spán

Fimm staðreyndir um Sergio Ramos
- Ramos er mikill aðdáandi að nautaati en það er mjög vinsælt í Camas þar sem hann ólst upp.

- Hestar eru líka í uppáhaldi hjá Ramos og hann á nokkra slíka. Yecutan SR4, hestur í eigu Ramos, varð heimsmeistari í ár.

- Enginn leikmaður í sögu Real Madrid hefur fengið jafn mörg rauð spjöld og Ramos. Hann hefur fengið 22 rauð spjöld á ferli sínum hjá félaginu.

- Ramos hefur fjórum sinnum unnið spænsku deildina með Real Madrid og fjórum sinnum unnið Meistaradeildina. Þá hefur hann tvisvar unnið EM og einu sinni HM með spænska landsliðinu.

- Ramos kynntist eiginkonu sinni Pilar Rubio árið 2012 en hún er átta árum eldri en hann. Þau eiga þrjá syni saman.

Af hverju er hann svona góður?


Sjá einnig:
Markvörður - Hugo Lloris
Hægri bakvörður - Dani Alves
Athugasemdir
banner
banner