Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Wenger hvetur Zidane til að fara til Englands
Hvert verður næsta skref Zidane?
Hvert verður næsta skref Zidane?
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segir að Zinedine Zidane eigi að spreyta sig næst í ensku úrvalsdeildinni á þjálfaraferl sínum.

Zidane hætti hjá Real Madrid í vor eftir að hafa unnið Meistaradeildina þrisvar í röð en hann hefur meðal annars verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Jose Mourinho hjá Manchester United í framtíðinni.

„Ef þú vilt vinna á meðal þeirra bestu þá verður þú að fara til Englands. England er eina landið þar sem sex félög geta barist um titilinn. Í öðrum löndum getur þú nánast sagt hver verður meistari í desember," sagði Wenger.

„Staðan er flókin hjá Zinedine því hann var hjá stærsta féalgi í heimi og getur einungis farið í næststærsta félag í heimi núna. Það þýðir að hann stendur á krossgötum."

„Annað hvort fer hann í langtíma verkefni og hjálpr til við stjórnun hjá félagi eða hann fer til félags sem getur unnið Meistaradeildina."

Athugasemdir
banner
banner
banner