Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. janúar 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Mudryk er eftirlíking af Mbappe"
Mykhailo Mudryk
Mykhailo Mudryk
Mynd: EPA
Hinn 22 ára gamli Mykhailo Mudryk mun ganga í raðir Chelsea á næstu dögum en hann er sagður eftirlíking af einum besta leikmanni heims, Kylian Mbappe.

Chelsea náði samkomulagi við Shakhtar um kaup á Mudryk í gær en hann kostar félagið um 90 milljónir punda.

Mudryk flaug með eigendum Chelsea til Lundúna í gær og mun gangast undir læknisskoðun í dag áður en hann krotar undir sjö ára samning.

Úkraínumaðurinn hefur verið besti maður Shakhtar á tímabilinu en Arsenal reyndi einnig að fá hann og í raun mætti Chelsea á elleftu stundu og stal honum frá nágrönnum sínum.

Mircea Lucescu, fyrrum þjálfari Shakhtar, líkir Mudryk við Mbappe og segir að hann eigi eftir að gera frábæra hluti í ensku úrvalsdeildinni.

„Mudryk er eftirlíking af Mbappe. Það verður frábært að sjá hann spila á hærra stigi en hann er að gera núna. Það er ekki hægt að efast um gæði og sjónarmið hans,“ sagði Lucescu við rúmenska fréttamanninn Emmanuel Rosu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner