Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 15. janúar 2023 11:00
Aksentije Milisic
„Þurfum við að fara fótbrjóta menn til að fá vítaspyrnur?”
Mynd: Getty Images

Julen Lopetegui, þjálfari Wolves, hélt fund með Howard Webb, yfirdómara en Ruben Neves, fyrirliði liðsins, segir að verið sé að dæma gegn liðinu.


Fyrir viku síðan hélt Toti Gomes að hann hefði skorað sigurmarkið gegn Liverpool í enska bikarnum en það mark var ranglega dæmt af og þurfa liðin því að mætast í öðrum leik.

Í deildabikarnum féll Wolves úr keppni gegn Nottingham Forest en þar vildi liðið fá vítaspyrnu seint í leiknum þegar stigið var á Matheus Nunes og datt hann úr skónum. Hins vegar var ekkert flautað og Wolves datt úr leik eftir vítaspyrnukeppni.

„Aftur er það stór ákvörðun sem fer gegn Wolves,” sagði Neves.

„Ég veit ekki hvað er í gangi, mér líður eins og þeir vilji ekki að við vinnum. Það sem gerðist í síðustu viku var til skammar fyrir enskan fótbolta. Það sem gerðist eftir leikinn gegn Nottingham Forest er það líka,” sagði fyrirliðinn pirraður.

„Þurfum við að fara fótbrjóta menn til að fá vítaspyrnur? Hann dæmdi ekki víti því hann vildi ekki gera það.”

Dómarnir ekki að falla með Wolves en Neves getur huggað sig við það að liðið vann mikilvægan sigur á West Ham í deildarkeppninni í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner