Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. febrúar 2019 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Ronaldo skoraði og lagði upp þriðja leikinn í röð
Mynd: Getty Images
Juventus 3 - 0 Frosinone
1-0 Paulo Dybala ('6)
2-0 Leonardo Bonucci ('17)
3-0 Cristiano Ronaldo ('63)

Frosinone átti aldrei séns er liðið kíkti í heimsókn til Ítalíumeistara Juventus í fyrsta leik helgarinnar í ítalska boltanum.

Juve tefldi fram gríðarlega sterku liði enda sagðist Massimiliano Allegri þjálfari líta á leikinn sem góðan undirbúning fyrir 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar gegn Atletico Madrid í næstu viku.

Heimamenn fóru vel af stað og skoraði Paulo Dybala stórkostlegt mark með langskoti strax á sjöttu mínútu, eftir undirbúning frá Cristiano Ronaldo. Leonardo Bonucci tvöfaldaði forystuna skömmu síðar og staðan orðin 2-0 eftir rétt rúman stundarfjórðung.

Það var aðeins eitt lið á vellinum í kvöld og leit þetta út fyrir að vera róleg æfing hjá heimamönnum í Juve frekar en keppnisleikur í efstu deild.

Ronaldo innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik og er þetta þriðji deildarleikurinn í röð sem honum tekst bæði að skora og leggja upp. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður á ferlinum hans.

Juve er með fjórtán stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan Frosinone er tveimur stigum frá öruggu sæti.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner