Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2019 13:29
Elvar Geir Magnússon
Geta sex ensk lið komist í Meistaradeildina?
Vinnur Chelsea sigur í Evrópudeildinni?
Vinnur Chelsea sigur í Evrópudeildinni?
Mynd: Getty Images
Margir velta því fyrir sér hvort möguleiki sé á að England muni eiga sex lið í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Svarið er nei.

Ef ensk lið vinna bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina þá þarf liðið í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar að víkja fyrir sigurvegurum Evrópudeildarinnar og spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Þannig að ef Chelsea eða Arsenal vinnur Evrópudeildina (og enskt lið Meistaradeildina) þá hirðir það Meistaradeildarsætið af liðinu sem endar í fjórða sæti (ef þeir sjálfir enduðu ekki þar).

Fimm ensk lið geta komist í Meistaradeildina, en ekki sex.

Smelltu hér til að sjá dráttinn í Meistaradeildina

Smelltu hér til að sjá dráttinn í Evróudeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner