Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. mars 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland í dag - CSKA á heimaleik
Mynd: Getty Images
Á meðan knattspyrnuleikjum er frestað um alla Evrópu heldur rússneska deildarkeppnin áfram yfir helgina þrátt fyrir kórónaveiruna sem hefur dreift sér um allan heim.

Samkomubann í Rússlandi tekur ekki gildi fyrr en eftir helgi og geta fótboltahungraðir aðdáendur því stytt sér sunnudaginn með rússneska boltanum.

Krasnodar heimsækir Sochi í fyrsta leik dagsins sem hefst klukkan 11:00. Jón Guðni Fjóluson er varaskeifa hjá Krasnodar sem hefur verið að gera góða hluti og situr í öðru sæti deildarinnar, níu stigum eftir toppliði Zenit með leik til góða.

Klukkan 13:30 fer svo spennandi viðureign CSKA Moskvu og Ufa af stað. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru á mála hjá CSKA sem er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Leikir dagsins:
11:00 Sochi - Krasnodar
13:30 CSKA Moskva - Ufa
16:00 Rostov - Lokomotiv Moskva
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 25 15 5 5 44 22 +22 50
2 FK Krasnodar 25 14 7 4 41 25 +16 49
3 Dinamo 25 12 8 5 42 33 +9 44
4 Lokomotiv 25 10 11 4 42 34 +8 41
5 Kr. Sovetov 25 11 6 8 43 35 +8 39
6 Spartak 25 11 6 8 34 29 +5 39
7 CSKA 25 9 11 5 44 33 +11 38
8 Rostov 25 10 7 8 37 38 -1 37
9 Rubin 25 10 6 9 23 30 -7 36
10 Nizhnyi Novgorod 25 8 4 13 24 33 -9 28
11 Orenburg 25 6 8 11 28 33 -5 26
12 Fakel 25 6 8 11 19 28 -9 26
13 Akhmat Groznyi 25 7 5 13 24 37 -13 26
14 Ural 25 6 6 13 24 39 -15 24
15 Baltica 25 6 5 14 25 31 -6 23
16 Sochi 25 4 7 14 26 40 -14 19
Athugasemdir
banner
banner