Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. mars 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Þrír lykilmenn í U21 liði Dana ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Mikkel Damsgaard í leik með Sampdoria.
Mikkel Damsgaard í leik með Sampdoria.
Mynd: Getty Images
Jonas Wind (FC Kaupmannahöfn), Andreas Skov Olsen (Bologna) og Mikkel Damsgaard (Sampdoria) voru allir valdir í A-landsliðshóp Dana í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í lok mánaðarins.

Þetta þýðir að þeir verða ekki með U21 landsliði Dana á EM í Ungverjalandi en þar er liðið í riðli með Íslandi.

„Það er afskaplega óheppilegt að þetta sé á sama tíma og undankeppnin hjá A-landsliðinu og það er mjög sjaldgæft að slíkt gerist," sagði Albert Capellas, þjálfari danska U21 liðsins.

„Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa þrjá leikmenn með U21 landsliðinu í lokakeppninni. Það er mikilvægt að við sendm okkar bestu leikmenn til leiks en þetta er bara svona. Mikilvægustu leikirnir eru leikirnir í A-landsliðinu í undankeppni HM og við teljum að þessir þrír leikmenn geti staðið sig vel með A-landsliðinu."

Leikir U21
Rússland - Ísland (fimmtudagur 25. mars)
Danmörk - Ísland (sunnudagur 28. mars)
Frakkland - Ísland (miðvikudagur 31. mars)
Athugasemdir
banner
banner
banner