Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kounde ekki nógu spenntur fyrir Tottenham
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur verið á höttunum eftir franska miðverðinum Jules Kounde en hann virðist ekki hafa nægilega mikinn áhuga á enska félaginu.

Tottenham hefur fengið leyfi til að ræða við Koundé, sem var í landsliðshópi Frakka á EM, en varnarmaðurinn vill bíða með að taka ákvörðun.

Koundé er ekki sannfærður um að Tottenham sé réttur áfangastaður fyrir sig og er að bíða eftir tilboðum frá öðrum félögum.

Koundé er 22 ára gamall og hefur verið lykilmaður í vörn Sevilla undanfarin tvö ár.

Nuno Espirito Santo vill styrkja vörn Tottenham, sem getur valið á milli Davinson Sanchez, Toby Alderweireld, Joe Rodon, Cameron Carter-Vickers og Japhet Tanganga í miðvarðarstöðurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner