Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. júlí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óvæntasti leikmaður Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Sigurður Bjartur Hallsson.
Sigurður Bjartur Hallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrvalslið umferða 1-11 í Lengjudeildinni var opinberað í Innkastinu í gær, miðvikudag.

Tveir Grindvíkingar komust í liðið; Sigurjón Rúnarsson og Sigurður Bjartur Hallsson.

Það var talað um það í Innkastinu að þjálfari U21 landsliðsins væri að fylgjast með Sigurjóni, sem er öflugur varnarmaður. Þá kom Tómas Þór Þórðarson inn á það að Sigurður Bjartur væri óvæntasti leikmaður deildarinnar.

„Hann er óvæntasti leikmaður deildarinnar, er það ekki?" spurði Tómas Þór.

„Jú, ég held það. Hann er búinn að vera ótrúlega flottur og blómstrað í þessu Grindavíkurliði," sagði Elvar Geir Magnússon.

Sigurður Bjartur er næst markahæstur í deildinni með tíu mörk. Markahæstur er Pétur Theódór Árnason, sóknarmaður Gróttu, en hann verður líklega ekki mikið lengur í þessari deild.

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11 í Lengjudeildinni
Innkastið - Skelfilegir Skagamenn og FH daðrar við fallsæti
Athugasemdir
banner
banner
banner