Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. ágúst 2018 20:49
Ívan Guðjón Baldursson
Juve og Man Utd reyndu að kaupa Godin
Godin og Gabi á góðri stundu.
Godin og Gabi á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Gabi var fyrirliði Atletico Madrid þar til hann var látinn fara í sumar. Nú er hann 35 ára gamall og spilar fyrir Al Sadd í Katar.

Gabi og Diego Godin, úrúgvæskur miðvörður Atletico, eru enn mjög góðir vinir.

Godin var orðaður við ýmis stórlið í Evrópu en skrifaði undir nýjan samning á dögunum til að binda enda á sögusagnirnar. Gabi staðfesti í viðtali við Diario AS að það hafi tvö félög reynt að fá Godin.

Godin tók við fyrirliðabandinu af Gabi, sem segir að Juventus og Manchester United hafi bæði reynt að krækja í varnarmanninn öfluga.

„Godin er ótrúlega mikilvægur fyrir félagið og það eru frábærar fréttir að hann hafi skrifað undir samning," sagði Gabi.

„Ég hef talað við hann um þetta og veit að Manchester United og Juventus buðu í hann."

Gabi segir Godin vera hinn fullkomna fyrirliða og telur hann vera ómissandi fyrir félagið.
Athugasemdir
banner