Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. september 2018 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Hörður meiddur af velli - Arnór kom ekki við sögu
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon fór meiddur af velli þegar CSKA Moskva fór með öruggan sigur af hólmi gegn Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni á þessum fallega laugardegi.

Hörður fór meiddur af velli í síðasta leik fyrir landsleikjahlé en fór samt með íslenska landsliðinu í leiki gegn Sviss og Belgíu. Hörður spilaði allan leikinn gegn Belgíu.

Hörður þurfti að fara meiddur af velli á 25. mínútu. Tim­ur Xhamalet­d­in­ov, leikmaðurinn sem var settur inn á fyrir Hörð, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö af mörkum CSKA í leiknum. CSKA vann 3-0.

Vonandi fyrir Hörð eru meiðslin ekki það alvarleg en næsti leikur CSKA er gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Arnór Sigurðsson, Skagamaðurinn efnilegi, var allan tímann á varamannabekknum hjá CSKA í leiknum. Hann var keyptur frá Norrköping á dögunum.

CSKA er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 12 stig þegar sjö leikir eru búnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner