Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 09:23
Magnús Már Einarsson
Man Utd í bílstjórasætinu í baráttunni um Haaland
Powerade
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Mario Mandzukic
Mario Mandzukic
Mynd: Getty Images
Manchester United kemur talsvert mikið fyrir í slúðurpakka dagsins að þessu sinni.



Borussia Dortmund er ásamt Inter að berjast um Olivier Giroud (33) framherja Chelsea. (Mirror)

Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Erling Braut Haaland (19) framherja Red Bull Salzburg. (Dagbladet)

Manchester United vonast til að ná samningum við Juventu um kaup á framherjanum Mario Mandzukic (33). Króatinn gæti hafið æfingar með United í næsta mánuði áður en hann fær leikheimild í desember. (Tuttosport)

Félög í MLS-deildinni hafa einnig sýnd Mandzukic áhuga. (Calciomercato)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er ósáttur við að félagið hafi ekki náð að fá Philippe Coutinho (27) frá Barcelona í sumar. Coutinho endaði á að ganga í raðir Bayern Munchen á láni. (Sun)

Atletico Madrid ætlar að reyna að kaupa króatíska miðjumanninn Ivan Rakitic (31) frá Barcelona í janúar á 35 milljónir punda. (Mail)

David Beckham vonast til að fá Luka Modric (34) miðjumann Real Madrid í nýtt félag sitt Inter Miami. (AS)

Umboðsmaður Hector Bellerin (24) segir að leikmaðurinn ætli að sjá hvernig tímabilið fer hjá Arsenal áður en hann ákveður framtíð sína. Ítölsk félög hafa sýnt Bellerin áhuga. (Sky Sport)

Juventus gæti reynt að selja miðjumanninn Emre Can (25) á ódýru verði í janúar en Manchester United hefur sýnt honum áhuga. (Calciomercato)

Liverpool og Napoli eru á meðal félaga sem vilja fá norska miðjumanninn Sander Berge (21) frá Genk. (Goal

Napoli er að missa albanska hægri bakvörðinn Elseid Hysaj (25) þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Napoli hafnaði á sínum tíma 43 milljóna punda tilboði frá Chelsea í Hysaj. (Mail)

Peterborough hefur hent 13 milljóna punda verðmiða á framherjann Ivan Toney (23) en Burnley og Bournemouth hafa sýnt honum áhuga. (Sun)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, ætlar að reyna að fá Shay Given sem markmannsþjálfara til að hjálpa Kepa Arrizabalaga (25). (Mail)

Aston Villa ætlar að selja króatíska markvörðinn Lovre Kalinic (29) í janúar. (Football Insider)

Manchester United vonast til að Paul Pogba (26) snúi aftur úr meiðslum fyrir grannaslaginn gegn Manchester City þann 7. desember. (Sun)

Didier Droba (41) segist hafa fengið boð um að koma í þjálfaralið Chelsea en hann hafnaði því til að taka við sem forseti knattspyrnusambands Fílabeinsstrandarinnar. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner