Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 16. apríl 2015 16:46
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Óli Jó: Erum ekki að fara að bítast um Evrópusæti
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, telur að leikmannahópurinn á Hlíðarenda sé ekki nægilega sterkur svo liðið verði í baráttu um Evrópusæti í sumar. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu FM 97,7.

„Menn verða að setja sér raunhæf markmið. Eins og staðan er í dag erum við ekkert að fara að bítast um þessi fjögur efstu sæti. Ég tel okkur ekki vera með mannskap í það. Það þarf að stækka hópinn, fá meiri samkeppni og meiri breidd," sagði Ólafur.

Hann segist þó ekki búast við því að Valur sé að fara að bæta við sig mönnum áður en flautað verður til leiks á Íslandsmótinu.

„FH er tvímælalaust með besta hópinn. KR hefur verið að fá mjög öfluga erlenda leikmenn. Stjarnan fékk sér nýjan markvörð um daginn og ég vill meina að það hafi gjörbreytt Stjörnuliðinu,“ sagði Ólafur en Stjarnan krækti í færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen.

Valur er að fara að keppa við Breiðablik í Lengjubikarnum í kvöld, 8-liða úrslitum. Eins og fótboltaáhugamenn vita voru það þrjú lið sem drógu sig úr keppninni; Stjarnan, KR og Leiknir, vegna æfingaferða erlendis.

„Mér finnst það ferlega dapurt fyrir fótboltann. Ég skil þetta ekki alveg en þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Það er búið að dæma þetta mót niður með þessari framkomu. Það þarf að finna einhverja lausn," sagði Ólafur í Akraborginni.

Hjörtur Hjartarson, þáttastjórnandi, sagði að Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, væri ekki með neina lausn í huga.

„Hann á að finna lausnina. Hann vinnur við það," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner