Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. maí 2020 09:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool á eftir Magno sem er líkt við Neymar
Powerade
Magno með aðdáendum.
Magno með aðdáendum.
Mynd: Getty Images
Carlos Vinicius er orðaður við Manchester United og Wolves.
Carlos Vinicius er orðaður við Manchester United og Wolves.
Mynd: Getty Images
Torreira er sagður vilja fara frá Arsenal og aftur til Ítalíu.
Torreira er sagður vilja fara frá Arsenal og aftur til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Real Madrid fylgist með Haaland í dag.
Real Madrid fylgist með Haaland í dag.
Mynd: Getty Images
Þetta er það helsta sem slúðrað er um. BBC tók saman.

Manchester City er að fara að gefa sóknarmanninum Gabriel Jesus (23) nýjan samning sem mun skila brasilíska sóknarmanninum 120 þúsund pund í laun viku hverja. Ítalíumeistarar Juventus hafa sýnt Jesus áhuga. (Sun)

City er aftur á móti til í að selja þýska kantmanninn Leroy Sane (24) í sumar. Samningur Sane endar á næsta ári, en hann hefur verið sterklega orðaður við Bayern München. (Evening Standard)

Toni Kroos (30) útilokar það að vinna aftur með Pep Guardiola hjá Man City. Hann býst við að enda ferilinn hjá Real Madrid. (Eurosport)

Miðjumaðurinn öflugi Sergej Milinkovic-Savic (25) hyggst ekki ætla að reyna að komast frá Lazio í sumar þrátt fyrir áhuga Tottenham. Hann gæti fengið nýjan samning. (Corriere dello Sport)

Wout Weghorst, sóknarmaður Wolfsburg, hefur metnað til að spila á Englandi og er hann mjög hrifinn af Liverpool. (Goal)

Liverpool er tilbúið að gera tilboð í Brasilíumanninn Talles Magno (17). Honum hefur verið líkt við landa sinn Neymar og er hann nú þegar orðinn byrjunarliðsmaður hjá Vasco de Gama. (Mirror)

Timo Werner (24), sóknarmaður RB Leipzig, mun annað hvort vera áfram í Leipzig eða fara til Liverpool í sumar. (The Athletic)

Manchester United er að fylgjast með Rabbi Matondo (19), kantmanni Schalke og landsliðsmanni Wales. United gæti reynt að fá hann ef félaginu tekst ekki að fá Jadon Sancho (20) frá Borussia Dortmund. (Mirror)

Newcastle er í viðræðum við Inter um að kaupa Valentino Lazaro (24) á rúmar 21 milljón punda. Lazaro hefur verið í láni hjá Newcastle síðustu mánuðina. (Sun)

Ekki er búist við því að Úlfarnir borgi stórar upphæðir fyrir einstaka leikmenn í sumar þrátt fyrir að félagið hafi verið bendlað við möguleg 53 milljón punda kaup á Carlos Vinicius (25), sóknarmanni Benfica. (Express & Star)

Benfica hefur látið Manchester United og Wolves vita af því hvað Vinicius kostar. Hann mun ekki fara fyrir lægri upphæð en 100 milljónir evra; sem er riftunarverð hans. (Mirror)

Haft er eftir umboðsmanni Lucas Torreira (24), miðjumanni Arsenal, að leikmaðurinn vilji fara aftur til Ítalíu þar sem hann lék áður fyrir Sampdoria og Pescara. (Tuttomercatoweb)

Real Madrid vill kaupa sóknarmanninn Erling Braut Haaland (19) og mun fylgjast með honum í leik Dortmund gegn Schalke í dag. (Mundo Deportivo)

Chelsea er tilbúið að losa sig við nokkra leikmenn í sumar, en miðjumennirnir Jorginho (29) og N’Golo Kante (28) eru ekki þar á meðal. (ESPN)

Leicester ætlar ekki að selja miðjumanninn Wilfred Ndidi (23) þrátt fyrir áhuga frá Paris Saint-Germain og Manchester United. (All-Nigeria Soccer)

Barcelona er að skoða það að fá miðjumanninn Kai Havertz (20) frá Bayer Leverkusen. Leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Liverpool. (Sport 1)

Jobe, fimmtán ára gamall bróðir Jude Bellingham (16) gæti farið með miðjumanninum frá Birmingham til Manchester United. (Mail)

Frændi Lionel Messi (32) er ekki viss um að leikmaðurinn muni snúa aftur til Newell's Old Boys í heimalandi sínu þar sem borgin er hættuleg. (Star)
Athugasemdir
banner
banner