Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. maí 2023 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
„Kjaftæði að meiðsli Saliba hafi kostað Arsenal titilinn"
Mynd: Twitter
Mynd: Getty Images

Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher er ekki sammála því að meiðsli William Saliba hafi kostað Arsenal Englandsmeistaratitilinn eins og margir hafa haldið fram.


Miðvörðurinn öflugi meiddist í Evrópudeildarslag gegn Sporting CP í vor og verður fjarverandi út tímabilið. Arsenal hefur fengið 17 mörk á sig í 9 deildarleikjum eftir að hafa misst Saliba í meiðsli.

„Þegar maður hugsar um miðverði sem vinna titla fyrir liðið þá hugsar maður um leikmenn á borð við Kompany, Vidic, Ferdinand, Van Dijk, Terry og Stam. Arsenal er ekki með neinn þannig miðvörð, þó að Saliba geti vissulega komist á þeirra gæðastig einn daginn," sagði Carragher.

„Arsenal var besta varnarliðið í úrvalsdeildinni fram að HM. Eftir HM byrjaði varnarleikur liðsins að hrynja, með Saliba í byrjunarliðinu. Varnarleikurinn versnaði svo enn frekar þegar Saliba meiddist, en það er ekki ástæðan fyrir því að titillinn tapaðist. Varnarlínan leit ekki vel út eftir HM, hvort sem Saliba var í liðinu eða ekki. Það er því kjaftæði að meiðsli Saliba hafi kostað Arsenal titilinn.

„Saliba er mjög góður og hefur hæfileikana til að spila á sama gæðastigi og menn á borð við Van Dijk, Kompany og Ferdinand. Ég er ekki viss um að Gabriel hafi það sem þarf til að spila á því stigi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner