Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 16. júlí 2019 14:05
Arnar Daði Arnarsson
KA er í leit að styrkingu eftir brotthvarf Daníels
Óli Stefán.
Óli Stefán.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Daníel.
Daníel.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Daníel Hafsteinsson, miðjumaður KA, er á leið til Helsingborg en KA staðfesti að Helsingborg sé að kaupa Daníel á Twitter síðu sinni fyrr í dag.

„Við erum að missa mjög öflugan leikmann af miðsvæðinu. Af sama skapi þá er þetta í takt við stefnumótun félagsins sem við fórum í, í vetur. Þar sem ungir og efnilegir leikmenn KA færu beint frá KA í atvinnumennsku. Daníel er frábær sendiherra og í takt við það sem við erum að vinna með," sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í samtali við Fótbolta.net en Daníel fer til Svíþjóðar í fyrramálið og klárar sín mál þá.

KA er í fallsæti Pepsi Max-deildarinnar með 12 stig eftir 12 umferðir. Óli Stefán segir að KA sé að skoða það að styrkja liðið í félagaskiptaglugganum sérstaklega í ljósi þess að þeir eru að missa Daníel.

Hann segir að það sé ekkert gengið að því að fá til sín leikmenn erlendis frá sem styrkja liðið.

„Þetta eru margir leikmenn sem eru ekkert í standi og það er pínu flókið. Auk þess erum við að vinna eftir stefnumótuninni sem ég nefndi áðan. Þar erum við að reyna hafa pláss fyrir unga og efnilega leikmenn sem hafa fengið tækifæri hjá okkur og við höfum ekki viljað traðka á því. Hinsvegar gerum við okkur grein fyrir því að við erum í fallbaráttu og þurfum hugsanlega að taka inn nýtt blóð sem stuðar mannskapinn. Sérstaklega af því að Danni er að fara," sagði Óli Stefán sem segir að það sé ekkert í hendi og menn séu að vinna undirbúningsvinnuna.

„Menn eru að vinna í því bakvið tjöldin að skoða og reyna finna eitthvað sem hjálpar okkur. Það er líka hættulegt þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og maður hefði viljað að maður fari í einhver panik kaup. Við verðum að passa okkur á því að halda ró okkar sem mér finnst reyndar allir vera að gera," sagði Óli Stefán að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner