Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 16. ágúst 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard ætlar ekki að leggja rútunni: Við erum stórlið
Gerrard hefur farið vel af stað með Rangers.
Gerrard hefur farið vel af stað með Rangers.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard leiðir sína menn í Rangers til leiks gegn slóvenska stórliðinu Maribor í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Maribor er sterkt félag og hefur oftar en ekki komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða Meistaradeildarinnar á undanförnum árum.

Rangers vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og segist Gerrard ekki ætla að leggja rútunni á útivelli.

„Við erum ekki að koma hingað til að verjast í 90 mínútur. Við erum ekki að koma hingað til að gera jafntefli, við erum að koma hingað til sigra," sagði Gerrard ákveðinn.

„Þá er ég ekki að tala um að við ætlum að setja alla fram eða taka óþarfa áhættur. Leikskipulagið mun snúast um sterkan varnarleik, strangt skipulag og hættulegar sóknir.

„Sem stjóri Rangers finnst mér ekki rétt að mæta í leik og leggja rútunni til að reyna að ná jafntefli. Við erum stórlið og verðum að spila sem slíkt."

Athugasemdir
banner
banner
banner