Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   sun 16. september 2018 19:25
Matthías Freyr Matthíasson
Kristján G: Ég má ekkert segja eins og staðan er núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum góðan fyrri hálfleik og við komum þeim virkilega á óvart með að halda bolta og þrýsta vel á þá og skorum mjög gott mark og lítum mjög vel út og þeir áttu fá svör við okkar leik. En í fyrri hálfleik snérist þetta alveg við og við vorum ekki tilbúnir í að mæta áhlaupinu sem var í seinni hálfleik og þeir ná að draga okkur úr svæðum i varnarleiknum," sagði svekktur Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir 5 - 1 tap fyrir Val.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 ÍBV

„Jöfnunarmark þeirra dró úr okkur máttinn og við fáum á okkur 4 mörk á tíu mínútum og þegar annað markið kemur sér maður bara að það er hver í sínu horni og enginn að peppa hvern annan upp. Eins og menn tryðu ekki að þeir gætu fengið eitthvað út úr leiknum.

En svo erum við að eiga við sterkasta lið landsins. Þetta er besta lið sem hefur spilað í efstu deild karla síðan 2005 ( FH ) og er líklega betra en það. Þannig að fyrir okkur að standa á móti svona sterku liði í 90 mínútur er erfitt en við erum búnir að gera það í allt sumar. Þetta er 6 leikurinn sem við spilum við þá og í hinum fimm höfum við tapað þremur með einu og gert tvö jafntefli.

Við hefðum mátt vera hópur inni á vellinum. Vera lið. Og það var sem ég var að reyna að öskra inn á að einhver tæki leikmennina saman og þétta raðirnar en í staðin fyrir það að þá voru við bara einn í hverju horni að vorkenna sjálfum okkur."


Það er búið að vera ræða þína stöðu sem þjálfara ÍBV síðustu viku og mánuði og jafnvel í allt sumar. Geturu eitthvað tjáð þig um það?

„Nei ég get ekkert....það er verið að búa til fréttir úr sögusögnum og ég get ekkert verið að kommentera á það"

En þinn vilji, eitthvað sem þú vilt tjá þig um?

„Ég má ekkert segja neitt eins og staðan er núna"
Athugasemdir
banner
banner
banner