Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Sutton: Mourinho er í afneitun
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, sem varð Englandsmeistari með Blackburn 1995, telur Jose Mourinho vera í afneitun.

Sutton horfði á Liverpool leggja Manchester United að velli í dag og hlustaði á ummæli Mourinho að leikslokum.

„Hann Jose er í afneitun. Hann er í einhverjum ímyndunarheim," sagði Sutton í símtali á BBC Radio 5.

„Liverpool var betra liðið allan tímann. Eftir leikinn segir hann svo 'við endum örugglega í efstu sex sætunum'.

„Er það virkilega það sem stuðningsmenn United vilja heyra? Þeir enduðu í öðru sæti á síðasta tímabili.

„Hver einasti fréttamannafundur hjá Mourinho er sápuópera. Hann hraunaði yfir leikmennina sína. Það hefur áhrif á stemninguna í klefanum. Algjörlega.

„Þegar allt kemur til alls verður maður að spyrja sig hvort hann sé að ná því besta úr leikmannahópnum sínum. Við vitum öll svarið við því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner