Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. desember 2018 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Sutton: Mourinho er í afneitun
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, sem varð Englandsmeistari með Blackburn 1995, telur Jose Mourinho vera í afneitun.

Sutton horfði á Liverpool leggja Manchester United að velli í dag og hlustaði á ummæli Mourinho að leikslokum.

„Hann Jose er í afneitun. Hann er í einhverjum ímyndunarheim," sagði Sutton í símtali á BBC Radio 5.

„Liverpool var betra liðið allan tímann. Eftir leikinn segir hann svo 'við endum örugglega í efstu sex sætunum'.

„Er það virkilega það sem stuðningsmenn United vilja heyra? Þeir enduðu í öðru sæti á síðasta tímabili.

„Hver einasti fréttamannafundur hjá Mourinho er sápuópera. Hann hraunaði yfir leikmennina sína. Það hefur áhrif á stemninguna í klefanum. Algjörlega.

„Þegar allt kemur til alls verður maður að spyrja sig hvort hann sé að ná því besta úr leikmannahópnum sínum. Við vitum öll svarið við því."

Athugasemdir
banner
banner
banner