Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. desember 2022 12:16
Elvar Geir Magnússon
Neville segir að Southgate þurfi að stíga fram á næstu dögum
Gareth Southgate og lærisveinar féllu úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum.
Gareth Southgate og lærisveinar féllu úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum.
Mynd: Getty Images
Gary Neville hefur kallað eftir því að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, loki á vangaveltur um framtíð sína og stígi fram á næstu dögum og tilkynni hvað hann ætli að gera.

Neville segir að að það sé ekki sanngjarnt gagnvart enska fótboltasambandinu að halda óvissunni áfram inn í nýtt ár.

Talað hefur verið um að Southgate sé tilbúinn að fá sér sæti með forráðamenn enska sambandsins og ræða framtíð sína í janúar. Margir hafa kallað eftir því að hann haldi áfram.

„Ég tel að Gareth þurfi að stíga fram á næstu dögum og klára þessa umræðu. Hann þarf að segja hvort hann verði áfram eða ekki. Það eru leikir í mars og ég tel að það sé ekki sanngjarnt gagnvart enska sambandinu að halda þessu í óvissu. Þeir gætu þurft að leita að manni í hans stað," segir Neville.

„Gareth er heiðarlegur maður og hann mun pottþétt taka ákvörðun sem er rétt fyrir hann og enska landsliðið."

Southgate hefur stýrt Englandi í að minnsta kosti 8-liða úrslit í síðustu þremur stórmótum. Liðið komst í undanúrslit í Rússlandi 2018 og í úrslit EM alls staðar.

„Ég tel engan Englending í dag vera með betri reynslu af stórmótum eða meiri þekkingu á yngri landsliðum. Auk þess hefur hann spilað fyrir þjóðina. Gareth hefur séð allt og mér finnst að hann eigi að starfa fyrir enska sambandið áfram eftir að hann hættir sem landsliðsþjálfari. Ég vona að hann fari ekki í félagsliðaþjálfun," segir Neville.
Athugasemdir
banner