Venesúelamaðurinn Salomon Rondon hefur rift samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Everton en enska félagið sagði frá þessu í tilkynningu í kvöld.
Rafael Benítez fékk Rondon á frjálsri sölu frá CSKA Moskvu í ágúst á síðasta ári en þeir höfðu unnið saman hjá bæði Newcastle United og Dalian Pro.
Hann skoraði þrjú mörk í 23 leikjum með Everton. Benítez var rekinn í byrjun ársins og tók Frank Lampard við liðinu.
Spiltími hans undir Lampard hefur verið takmarkaður og spilaði hann aðeins 104 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Rondon, sem er 33 ára, hefur nú komist að samkomulagi við Everton um að rifta samningnum og er hann því frjáls ferða sinna um áramótin.
Salomon Rondon will leave #EFC on 1 January 2023 after reaching an agreement with the Club to terminate his contract.
— Everton (@Everton) December 16, 2022
Best of luck for the future, @salorondon23. ????
Athugasemdir