Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 14:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ánægðir með formið á leikmönnum en þetta verður „risastór áskorun"
Icelandair
Arnar ræðir við Jón Daða Böðvarsson.
Arnar ræðir við Jón Daða Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ræddi við fréttamenn á fjarfundi í dag þegar landsliðshópur var tilkynntur.

Smelltu hér til að skoða landsliðshópinn.

Arnar er gríðarlega ánægður með formið á leikmönnunum, þó leikmenn séu á mismunandi stað á sínum tímabilum; sumir eru komnir langt á veg á leiktíðum með félagsliðum sínum, aðrir eru á undirbúningstímabili.

„Þetta er mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni sem er framundan. Ég get uppljóstrað um það að við höfum haft mjög gaman undirbúa og velja hópinn. Við höfum fylgst með mörgum leikjum undanfarna mánuði. Það er búið að vera gaman að fylgjast með okkur drengum út um alla Evrópu," sagði Arnar.

„Við erum ánægðir með formið á leikmönnunum. Við getum ekki kvartað yfir því að leikmenn séu ekki að spila eða æfa. Leikmenn eru í góðri æfingu og leikæfingu. Sumir eru á undirbúningstímabili. Það er jákvætt að vera með leikmenn á mismunandi stöðum á leiktímabilinu. Þeir sem eru að spila í vetrardeildunum eru í góðri leikæfingu. Svo eru leikmenn sem eru að komast í sitt besta form. Við erum mjög sáttir við formið almennt og á hvaða stöðum leikmenn eru," sagði Arnar en það eru þrír leikir framundan með stuttu millibili.

Arnar segir að þjálfarar landsliðsins vinni vel með styrktarþjálfara liðsins, Tom Joel, og fái skýrslur frá félögum leikmanna varðandi líkamlegt ásigkomulag þeirra.

„Við erum í nánu sambandi við Tom, okkar styrktarþjálfara. Það sem við gerum til að stýra þessu álagi er að kíkja á það hvað leikmenn hafa verið að spila mikið undanfarnar vikur, kíkja á hvað leikmenn hafa verið að æfa mikið undanfarnar vikur og svo fáum við skýrslur með gögnum frá félögum til að setja upp í skjal. Þú getur horft á það hvaða leikmenn hafa verið að gera mikið undanfarnar vikur til að setja upp plan með hverjir geta byrjað þrisvar inn á, hverjir geta byrjað þrjá leiki, hverjir geta byrjað tvo leiki og komið inn á... þetta er allt álagsstýring sem við erum að vinna í daglega," sagði Arnar.

„Þetta er risastór áskorun. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum að fara í þriggja leikja undankeppni í svona lotu. Þetta er stórt verkefni en sem betur erum við með gott starfsteymi sem vinnur þessa vinnu í sameiningu. Svo er þetta líka spurning um heilbrigða skynsemi. Við tökum stöðuna eftir fyrsta leik."

Spurður að því hvort einhver leikur væri mikilvægari en annar, þá sagði hann: „Ég verð að svara því eins og einhver alleiðinlegasti þjálfari í heimi; næsti leikur er rosalega mikilvægur og svo tökum við stöðuna eftir hann."

Leikir Íslands í mars

Þýskaland - Ísland fimmtudaginn 25. mars á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg og hefst leikurinn kl. 19:45.

Armenía - Ísland sunnudaginn 28. mars á Vazgen Sargsyan Republican Stadium í Yerevan og hefst leikurinn kl. 16:00.

Liechtenstein - Ísland miðvikudaginn 31. mars á Rheinpark og hefst leikurinn kl. 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner