Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. júní 2022 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferdinand: Nunez er því miður fullkominn fyrir Liverpool
Mynd: Getty Images

Darwin Nunez gekk til liðs við Liverpool á dögunum frá Benfica en hann kemur til með að fylla skarð Sadio Mane sem er að öllum líkindum á leið til Bayern Munchen.


Liverpool mætti Benfica í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann viðureignina með sigri á heimavelli 3-1 og jafntefli úti 3-3. Nunez skoraði þrjúa af mörkum Benfica.

Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool var til viðtals hjá Rio Ferdinand þar sem hann sagði að Nunez væri einn af bestu framherjum sem hann hafði mætt.

Ferdinand er fyrrum leikmaður Manchester United en hann tjáði sig um kaup Liverpool á Nunez á Twitter.

„Sá mikið af þessum gæja í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Van Dijk talaði vel um hann í viðtali fyrir stuttu. Virðist vera fullkomin kaup fyrir Liverpool því miður," skrifaði þessi fyrrum varnarmaður Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner