Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. júní 2022 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyndin flugferð róaði taugarnar í fyrsta verkefninu
Icelandair
Það er alltaf létt yfir Hallberu og Fanndísi.
Það er alltaf létt yfir Hallberu og Fanndísi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaman á landsliðsæfingu.
Gaman á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu í sumar. Þessi 21 árs gamli leikmaður verður í íslenska hópnum á EM í Englandi í næsta mánuði.

Áslaug Munda, sem á að baki fimm A-landsleiki, var gestur í Heimavellinum fyrr í þessari viku. Þar sagði hún skemmtilega sögu af því þegar hún fór í sitt fyrsta verkefni með landsliðinu.

„Ég viðurkenni það alveg að ég var stressuð fyrst þegar ég kom inn í þennan hóp,” sagði Áslaug Munda og nefndi það svo sérstaklega að reynsluboltinn Hallbera Guðný Gísladóttir væri ein skemmtilegsta manneskja sem hún þekkir.

Áslaug Munda og Hallbera eru að berjast um vinstri bakvarðarstöðuna í landsliðinu.

„Við fórum til Finnlands í fyrstu ferðinni minni. Ég sat í flugvélinni á milli Fanndísar (Friðriksdóttur) og Hallberu. Ég var mjög stressuð. En þær eru báðar víst virkilega flughræddar og þær ríghéldu í mig báðar í fluginu. Það róaði mig alveg niður.”

„Síðan hefur Hallbera verið ótrúlega vingjarnleg við mig.”

„Þarna hafa þær strax sýnt þér mikið traust með því að treysta þér svona í flugvélinni. Þetta er falleg saga,” sagði Elísa Viðarsdóttir, sem er einnig í landsliðinu.

„Að lenda á milli þeirra í flugferð, það er gott bíó. Voru ekki brandarar þegar þið voruð komin á loft?” spurði Mist Rúnarsdóttir, sem stýrði þættinum.

„Þetta er lýsandi dæmi fyrir þennan hóp. Það eru allir velkomnir og öllum tekið opnum örmum. Fólki er látið líða vel. Þetta er ofboðslega góð blanda; eldri leikmenn sem hafa gert þetta oft áður og frábæra unga og efnilega leikmenn. Það er hægt að gera töfra með þetta lið,” sagði Elísa.

Ísland er með virkilega spennandi lið fyrir Evrópumótið og verður gaman að fylgjast með því.

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Beint úr Bestu á EM í Englandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner