Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. júní 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi gerði Króötum greiða eftir sigurinn á Íslandi
Birkir Bjarnason og Messi í leik Íslands og Argentínu á HM 2018. Sá leikur endaði með jafntefli.
Birkir Bjarnason og Messi í leik Íslands og Argentínu á HM 2018. Sá leikur endaði með jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason var gestur í þættinum Chess After Dark í vikunni. Hann ræddi þar meðal annars þegar Ísland lék á HM í Rússlandi 2018.

Ísland var með eitt stig fyrir lokaumferðina og átti möguleika á því að komast áfram með því að vinna Króatíu í lokaleiknum. Króatar voru búnir að vinna riðilinn fyrir leik og höfðu að engu að keppa. Alfreð var í byrjunarliði Íslands í leiknum en var tekinn af velli undir lokin þegar staðan var 1-1 og íslenska liðið að reyna að sækja sigurmark.

„Ég tjáði mig um það eftir leik, mér fannst það mjög skrítið,” segir Alfreð. „Við vorum ekki með marga sentera í hópnum… við þurftum Albert á kantinn í einn á einn og fá stóra durga fram. Við þurfum fyrst að komast í stöðuna til að setja boltann fyrir, ekki kannski setja Albert fram. Þetta er mín skoðun. Þetta liggur á manni því maður er búinn að ræða þetta oft. Hvort ég fór út af eða ekki, ég veit ekki hvort það hafi haft áhrif á úrslitin á endanum.”

„Staðan var 1-1. Þegar ég sest á bekkinn þá skorar Argentína sem þýðir að við þurftum bara eitt mark til að fara áfram. Svo skoraði Perisic á 94. mínútu.”

„Við vorum búnir að vera líklegir í þessum leik. Þetta var skrýtinn leikur því í Króatar vor bara í einhverjum reitarbolta í fyrri hálfleik.”

Alfreð var með króatískum landsliðsmanni í liði á þessum tíma og ræddi við hann síðar um þennan tiltekna leik.

„Ég spurði hann út í þetta af hverju þetta hefði verið svona. Við fengum fullt af færum. Hann sagði að þeir vildu fá á okkur frekar áfram en Argentínu. Þá væri eitt stórliðið farið úr keppninni,” sagði Alfreð en svo fékk Ivan Rakitic, miðjumaður Króatíu, símtal frá þávera liðsfélaga sínum í Barcelona, sjálfum Lionel Messi, einum besta fótboltamanni sögunnar og stjörnu arentínska liðsins. Messi hafi gefið Króötum auka hvatningu til að leggja íslenska liðið að velli.

„Messi hringdi í Rakitic og við það breyttist andinn hjá Króatíu aðeins. Króatar ætluðu aldrei að tapa leiknum, en þeim var sama um það hvort þeir myndu enda með sex stig eða níu stig. Þeir voru búnir að vinna riðilinn. Hann sagði mér að díllinn hefði verið þannig að í næstu landsliðsferð Króatíu hafi Rakitic komið 30 undirritaðar Messi treyjur og dreifði þeim á hópinn. Greiði fyrir greiða.”

Hægt er að hlusta - og horfa - á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner