Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. júlí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Rangers lagði Lyon - Celtic gerði jafntefli
Mynd: Getty Images
Tvö bestu lið skoska boltans, Celtic og Rangers, kíktu til Frakklands að spila æfingaleiki í gær.

Rangers gerði ótrúlega vel gegn Lyon og skoraði Ianis Hagi tvennu í fyrri hálfleik, áður en Ryan Kent var rekinn af velli á 39. mínútu.

Tíu leikmenn Rangers náðu að halda út til leiksloka og var Steven Gerrard stoltur af frábæru vinnuframlagi sinna manna sem eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í Skotlandi.

Celtic spilaði við Nice og gerði jafntefli. Kasper Dolberg kom Nice yfir í fyrri hálfleik og jafnaði Patryk Klimala metin í þeim síðari.

Celtic hefur unnið skosku deildina undanfarin níu ár en Rangers virðist hafa verið vakið úr löngum dvala þegar Steven Gerrard tók við stjórn.

Lyon 0 - 2 Rangers
0-1 Ianis Hagi ('20)
0-2 Ianis Hagi ('25)
Rautt spjald: Ryan Kent, Rangers ('39)

Nice 1 - 1 Celtic
1-0 Kasper Dolberg ('38)
1-1 Patryk Klimala ('73)
Athugasemdir
banner
banner