Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: England burstaði Kosóvó í lokaleiknum
Mynd: Getty Images
Keppni í A-riðli undankeppni EM 2020 var að klárast. Englendingar enduðu undankeppnina á þægilegum sigri í Kosóvó.

Það tók England 32 mínútur að brjóta ísinn í Pristina, en fyrsta markið skoraði Harry Winks. Hans fyrsta A-landsliðsmark.

Harry Kane, Marcus Rashford og Mason Mount skoruðu svo þrjú mörk seint í leiknum og lokatölur 4-0. Mount var einnig að skora sitt fyrsta A-landsliðsmark.

England vinnur riðilinn með 21 stig. Í öðru sæti er Tékkland með 15 stig og Kósóvó í þriðja sæti með 11 stig.

England og Tékkland voru búin að tryggja sig á EM fyrir leiki dagsins, en Tékkland tapaði nokkuð óvænt í Búlgaríu. Búlgaría kom sér þar með af botni riðilsins og upp í fjórða sætið með sex stig.

A-riðill:
Kosóvó 0 - 4 England
0-1 Harry Winks ('32 )
0-2 Harry Kane ('79 )
0-3 Marcus Rashford ('83 )
0-4 Mason Mount ('90)

Búlgaría 1 - 0 Tékkland
1-0 Georgi Bozhilov ('56 )

Önnur úrslit:
Undankeppni EM: Ronaldo skaut Portúgal áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner