Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 17. nóvember 2021 10:56
Elvar Geir Magnússon
Ari Freyr hættur með landsliðinu: Kominn tími á að gefa framtíðinni pláss
Icelandair
Ari Freyr Skúlason hefur verið í atvinnumennsku síðan 2006 en hann er nú hjá Norrköping í Svíþjóð.
Ari Freyr Skúlason hefur verið í atvinnumennsku síðan 2006 en hann er nú hjá Norrköping í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna en þetta tilkynnir hann með færslu á Twitter. Ari hefur átt magnaðan feril með landsliðinu.

„Eftir tíu ár af ómetanlegum minningum er kominn tími á að gefa framtíðinni pláss. Er stoltur af að hafa verið hluti af þessum magnaða tíma í íslenskri fótboltasögu. Takk fyrir mig!" skrifaði Ari á Twitter.

Ari er 34 ára og lék að mestu sem vinstri bakvörður í landsliðinu. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik 2009 en frá 2012 fór hann að fá stórt hlutverk í liðinu. Hann lék með landsliðinu í lokakeppni EM 2016 og í lokakeppni HM 2018.

Hann er fjórði reynslumikli lykilmaðurinn sem hefur tilkynnt á árinu að landsliðsskórnir séu komnir á hilluna. Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson höfðu gert það fyrr á árinu.

Hér að neðan má sjá ýmsar myndir af Ara sem teknar voru í gegnum landsliðsferil hans.


Athugasemdir
banner
banner