Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 17. nóvember 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte beið eftir Man Utd en fékk ekki símtalið
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: EPA
Ítalski knattspyrnustjórinn Antonio Conte vildi taka við Manchester United áður en hann var ráðinn til Tottenham.

Það var hávær orðrómur um að Ole Gunnar Solskjær yrði rekinn frá Man Utd og að Conte yrði ráðinn í hans stað. United ákvað hins vegar að halda sig við Solskjær.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir að Conte hafi verið að bíða eftir United áður en hann tók við Spurs.

„Conte vildi taka við Manchester United þegar rætt var um að Ole Gunnar Solskjær yrði rekinn. Hann beið eftir United en þeir hringdu ekki í hann," segir Romano.

Tottenham lét til skarar skríða og réð þennan mikla sigurvegara til starfa. United er enn með Solskjær í starfi þrátt fyrir mjög slakan árangur í upphafi tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner