Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. nóvember 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Sammála um hvaða leikmanni sé leiðinlegast að dæma hjá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michael Oliver, fremsti dómari Englendinga, segir að Craig Bellamy sé sá leikmaður sem leiðinlegast hafi verið að dæma hjá.

Bellamy er fyrrum leikmaður Liverpool og lék einnig fyrir Wales, Manchester City og Newcastle.

„Craig Bellamy var ótrúlega erfiður þegar maður dæmdi hjá honum. Ég er stuðningsmaður Newcastle og horfði á hann, ég var aðdáandi því hann er sigurvegari. En það var algjör martröð að dæma hjá honum," segir Oliver.

„Hann kvartaði yfir öllu. Ef þú sagðir við hann að eitthvað væri svart þá svaraði hann og sagði að það væri hvítt."

Oliver er ekki eini dómarinn sem hefur talað um hversu erfitt það hafi verið að dæma hjá Bellamy. Howard Webb og Mark Clattenburg, sem voru báðir á sínum tíma meðal bestu dómara heims, hafa einnig talað um hann.

Athugasemdir
banner
banner