Ýmir og Elliði áttust við í æfingaleik í Kórnum á fimmtudaginn og úr varð markaleikur.
Ýmir, sem leikur í 4. deild Íslandsmótsins eftir að hafa mistekist að komast upp um deild í haust, gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir 3. deildarlið Elliða.
Ýmir var að spila sinn annan leik á undirbúningstímabilinu en Elliði sinn fyrsta.
Andi Andri Morina, sem á leiki að baki fyrir HK, Ægi, KF og KH á undanförnum árum, lék á alls oddi í stórsigri Ýmis. Hann setti fernu og urðu lokatölur 6-1.
Ýmir 6 - 1 Elliði
1-0 Andi Andri Morina.
2-0 Andi Andri Morina.
3-0 Andi Andri Morina.
4-0 Ásgeir Lúðvíksson.
5-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson.
6-0 Andi Andri Morina.
6-1 Karabo Mgiba.
Athugasemdir