Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. desember 2022 10:41
Brynjar Ingi Erluson
Dagur Austmann í Grindavík (Staðfest)
Dagur Austmann skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík
Dagur Austmann skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík
Mynd: UMFG
Dagur Austmann skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Lengjudeildarlið Grindavíkur en hann kemur til félagsins frá Leikni. Knattspyrnudeild Grindavík segir frá þessu í tilkynningu á heimasvæði sínu á samfélagsmiðlum.

Garðbæingurinn hefur leikið síðustu þrjú tímabil með Leikni en hann getur spilað allar stöður í vörninni.

Dagur, sem er 25 ára gamall, er ætlað að spila stöðu vinstri bakvarðar hjá Grindavík en mörg félög sóttust eftir því að fá hann eftir þetta tímabil.

Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík en Dagur er í skýjunum með að hafa gengið til liðs við félagið.

„Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við Grindavík. Þetta er klúbbur með ríka sögu í efstu deild og ég finn að það er mikill metnaður hjá félaginu til komast á ný í Bestu deildina. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili og get varla beðið eftir að hefjast handa með Grindavík,“ sagði Dagur Austmann.

Þessi fjölhæfi leikmaður hefur einnig spilað fyrir Aftureldingu, ÍBV og Þrótt R. en hann á 97 leiki í þremur efstu deildunum og á þá 21 landsleik fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner