Tindastóll 0 - 8 KA
0-1 Þorri Mar Þórisson ('16)
0-2 Ívar Örn Árnason ('22)
0-3 Ásgeir Sigurgeirsson ('30)
0-4 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('40)
0-5 Þorri Mar Þórisson ('50)
0-6 Ívar Örn Árnason ('69)
0-7 Dagbjartur Búi Davíðsson ('74)
0-8 Valdimar Logi Sævarsson ('93)
Tindastóll og KA áttust við á Kjarnafæðismótinu í dag og stóðu gulklæddir Akureyringar uppi sem sigurvegarar eftir auðvelda rimmu.
KA-menn skiptu mörkunum nokkuð jafnt á milli sín þar sem Þorri Mar Þórisson og Ívar Örn Árnason settu tvennu hvor.
Ásgeir Sigurgeirsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Dagbjartur Búi Davíðsson og Valdimar Logi Sævarsson komust einnig á blað.
KA er með sex stig og markatöluna 14-0 eftir tvær umferðir í riðlakeppni Kjarnafæðismótsins. Þetta var fyrsta umferð hjá Tindastóli.