Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. apríl 2019 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Töp hjá Hirti og Eggerti - Jafntefli hjá Kjartani
Kjartan í samræðum við dómara fyrr á leiktíðinni.
Kjartan í samræðum við dómara fyrr á leiktíðinni.
Mynd: Getty Images
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku Superliga í dag.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn þegar lið hans, SönderjyskE tapaði gegn Aarhus. Eggert fékk gult spjald á 83. mínútu. Þá var Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Vejle sem gerði jafntefli við Horsens.

Horsens, Vejle, Aarhus og SönderjyskE leika í riðli 1 í fall-umspilshluta deildarinnar og situr Vejle í neðsta sætinu með 28 stig, stigi minna en SönderjyskE.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby sem tapaði 1-0 gegn Esbjerg. Hjörtur lék allan leikinn. Bröndby situr í 5. sæti í umspils riðli um danska meistaratitilinn. FC Kaupmannahöfn leikur nú við FC Midtjylland. Ef FCK vinnur leikinn nær liðið átta stiga forskoti á toppi riðilsins.
Athugasemdir
banner